Er aukin hætta á fylgjulosi?

Spurning:
Hæ hæ.
Mig langar að vita hvort það sé meiri hætta á fylgjulosi þegar það hefur einu sinni komið fyrir, ég lenti í algjöru fylgjulosi þegar ég var kominn 37 vikur á leið og missti barnið. Nú langar mig að reyna að eignast annað barn, hver er áhættan að þetta komi fyrir aftur og hvers vegna kemur svona fyrir seint á meðgöngu?

Svar:
Hættan á fylgjulosi er aðeins aukin hafi fylgjulos átt sér stað áður. Ekki er fullljóst hvers vegna fylgjulos verður en áhættuþættir eru t.d. reykingar, aðgerðir sem gerðar hafa verið á legi, högg eða byltur, fjölburameðganga, mikið legvatn og eiturlyfjanotkun.

Hafir þú áhyggjur skaltu ræða við sérfræðing í fæðingarhjálp og ef þú ferð út í aðra meðgöngu verður vel fylgst með þér, sérstaklega þegar líður á meðgönguna.

Kveðja,

Dagný Zoega, ljósmóðir