Er búin að léttast um einhver kíló?

Spurning:
Mig langar svo að spyrja Ágústu um hvað henni finnst um það sem ég er að gera varðandi hreyfingu. Ég er búin að taka mér ágætt tak og er búin að léttast um einhver kíló ( veit ekki hvað þau eru mörg henti vigtinni í bræðiskasti) en ég er bara nokkuð sátt núna svo nú er bara að halda þessu. Ég hef farið svona 5 sinnum í viku í 24 mín í einu og þá hef ég verið á hlaupabretti en ekkert gert meir, er þetta í lagi eða á ég að gera breytingu ? Ég hef ekki verið í hóp er bara ein það hentar mér ágætlega en hvað segir þú um þetta'?

Ég vil svo segja að það er frábært að lesa og hlusta á það sem þú hefur að segja um allt sem við kemur góðu og heilnæmu lífi.

p.s. Hvaða vítamín ætti kona sem er 46 ára að taka? Ég hef aldrei verið á hormón en finn fyrir breytingu í sambandi við skapsmuni er annað hvort kát og hress eða geðvond og uppstökk, sá í blaði auglýst eitthvað sem var í sambandi við geðvonsku og pirring en finn það ekki núna, ef þú hefur einhverja hugmynd viltu þá segja mér,

Svar:
Komdu sæl og bestu þakkir fyrir hlý orð í minn garð.

Til hamingju með góða árangur þinn. Þú ert að gera rétt. Þó væri betra að bæta við styrktaræfingum. Þú eykur grunnbrennslu líkamans með því að styrkja alla helstu vöðvahópana. Gerðu einfaldar styrktaræfingar f. læri, rass, kvið, bak, axlir og upphandleggi. Ég get t.d. bent þér á styrktaræfingar á myndbandi sem ég hef gefið út "Líkamsrækt". Þú getur keypt það hjá Hreyfingu, Faxafeni 14. (hreyfing@hreyfing.is).

Varðandi vítamín þá er þumalfingursreglan að taka eina fjölvítamín á dag og borða hollt og fjölbreytt fæði. Ef þú vilt sérstaka ráðgjöf varðandi vítamín ráðlegg ég þér að tala við næringarfræðing. Því miður kannast ég ekki við vítamín gegn geðvonsku og pirring en ég veit að reglubundin þjálfun er mikil útrás og hefur góð áhrif á slíkt.

Gangi þér vel.
Bestu kveðjur,
Ágústa Johnson, framkvæmdastj.
Hreyfing, heilsurækt Faxafeni 14
108 Reykjavík
s. 568 9915

Hreyfing gerir lífið betra Kíktu á heimasíðu okkar www.hreyfing.is