Er Burnirót kvíðastillandi?

Getur inntaka á Burnirót slegið á verkkvíða?

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina.

Burnirót (rhodiola rosea) hefur í gegnum aldirnar verið notuð í náttúrulækningum og þar með talið við streitu og kvíða. Náttúrulyf koma hins vergar aldrei fyrir lyf sem eru sérstaklega hönnuð og þróuð til að meðhöndla sjúkdóma.. Talað er um að náttúrulyf geti virkað fyrir suma en aðra ekki. Það er heldur ekki eins gott eftirlit með náttúrulyfjum eins og lyfjum frá lækni. Það ætti þó að vera hættulítið að prófa sig áfram með þetta, ef þú ert að taka önnur lyf að staðaldri myndi ég þó ráðleggja þér að hafa samband við lækninn þinn fyrst.

Gangi þér vel,

Særún Baldursdóttir, hjúkrunarfræðingur