Er fitusog gert í gegnum húðina?

Spurning:
Ég er með spurningu tengda lýtalækningum þ.e.a.s fitusogi. Er fitusog gert í gegnum húðina eða þarf að gera skurði í húðina?

Svar:
Komdu sæl.
Fitusog er gert með mjóum rörum 3-4mm að þykkt og því eru gerðir litlir skurðir, 4-5mm að lengd til að koma rörunum inn svo hægt sé að sjúga fituna út. Fyrir hvert svæði sem er meðhöndlað eru yfirleitt gerðir 2 skurðir.
Kveðja Ottó 563-1060