Spurning:
Góðan dag.
Þannig er mál með vexti að ég er svo ósátt með tennurnar mínar. Ég er með ágætis tennur nema það er svo mikið bil milli nokkra þeirra í efrigóm.
Ég er t.d. með svokallað „frekjuskarð“ milli framtannanna minna. Er einhver leið til að laga slíkt án þess að ég þurfi spangir. Þessi bil milli tannanna minna eru einungis í efrigóm.
Svar:
Mjög er misjafnt hvað hverjum hentar en svokallað frekjuskarð er oft hægt að lagfæra án spanga.
Byrjaðu á því að leita til tannlæknisins þíns og biddu hann að ráða þér heilt. Ef þú býrð við Faxaflóann getur þú einnig leitað til Tannlæknadeildar Háskóla Íslands. Síminn þar er 525-4850. Gangi þér vel.
Gangi þér vel.
Ólafur Höskuldsson, barnatannlæknir