Er hægt að losna við bauga?

Spurning:

Sæl.

Er hægt að losna við bauga? Ég hef verið með bauga alla ævi og það er sama hvað ég sef mikið (ég veit að of mikill svefn getur líka valdið slappleika). Ég lít alltaf út eins og ég hafi ekkert sofið síðustu vikuna. Hvað á ég að gera??

Með fyrirfram þökkum.

Svar:

Komdu sæl/sæll. Þakka þér fyrirspurnina.

Við baugum undir augum getum við ekkert gert. Ég ráðlegg þér að leita til sérfræðings í lýtalækningum. Panta viðtalstíma hjá einum af þeim 7 sem starfrækja stofur hér á landi. Í viðtali hjá lækninum þá gefur hann þér upp allar upplýsingar um aðgerðina sjálfa, undirbúning fyrir hana og eftirmeðferð.

Bestu kveðjur,
Hrönn Guðmundsdóttir, hjúkrunarforstjóri Laserlækningu