Er hættulegt að gleyma lyfjunum?

Spurning:
Sæll Finnbogi.
Mig hefur alltaf langað að vita það hvort að eitthvað stórvægilegt gerist ef fólk sem er á þunglyndislyfjum gleymir að taka lyfin sín inn á kvöldin þ.e. kl: 22:00 áður en farið er að sofa. Ég er á Seroqel á kvöldin 600 mg. Hvaða afleiðingar getur það haft á mig? Ég tek það fram að ég man alltaf eftir að taka morgunlyfin mín.
Kv.

Svar:
Afar mikilvægt að taka lyf eins og Seroquel nákvæmlega eftir fyrirsögn læknis. Seroquel þarf að taka 2 svar á dag þar sem það skilst frakar hratt út. Ef þú gleymir oft kvöldskammtinum næst ekki jafn styrkur í blóði og verkunin verður sveiflukennd. Þá er hætta á að ekki náist nægileg stjórn á sjúkdóminum. Þú ættir að gera allt sem þú getur til að muna að taka lyfin og fá þá aðstoð til þess ef á þarf að halda.Finnbogi Rútur Hálfdanarsonlyfjafræðingur