Spurning:
Góðan daginn.
Faðir minn sem er 70 ára hefur haft lungnaþan um árabil og háir það honum talsvert mikið. Mér var sagt að það væri komið nýtt lyf við þessum sjúkdómi sem virkar betur en eldri lyf en ég veit ekki hvað það heitir. Getur þú gefið einhverjar upplýsingar um framfarir við þessum sjúkdómi?
Kveðja og þökk, Ingibjörg
Svar:
Því miður veit ég ekki til þess að um neina sérstaka nýja lyfjameðferð sé að ræða við lungnaþembu. A.m.k. hafa ekki verið skráð nein ný lyf við þessum sjúkdómi.Þau lyf sem mest eru notuð við lungnaþembu eru astmalyf, þ.e.a.s. einkum berkjuvíkkandi lyf og í einhverjum mæli steralyf bæði til innöndunar og inntöku. Væntanlegt er á markað lyf við sérstöku afbrigði lungnaþembu, sem stafar af arfgengum skorti á sérstöku ensími. Þetta lyf er ekki komið á markað hér ennþá, en það heitir Aralast.Finnbogi Rútur Hálfdanarson lyfjafræðingur