Er lýsi óhollt á meðgöngu?

Spurning:

Er lýsi óhollt á meðgöngu?

Svar:

Nei, þvert á móti er mælt með því að ófrískar konur og konur með barn á brjósti taki lýsi. Lýsið gefur A- og D-vítamín auk þess að innihalda fitusýrur sem nauðsynlegar eru til uppbyggingar taugakerfis hjá fóstri og ungabörnum. Hafa ber í huga að A-vítamín safnast fyrir í líkamanum og er eitrað í of stórum skömmtum. Ofskömmtun A-vítamíns ber sérstaklega að varast á meðgöngu. Konur sem taka lýsi ættu að passa að fæði innihaldi ekki stóra skammta af A-vítamíni. Dæmi um slíkt fæði er lifur. Einnig ætti ekki að taka fjölvítamíntöflur sem innihalda A- og D-vítamín samhliða inntöku á lýsi (athugið að til eru sérstakar fjölvítamíntöflur ætlaðar þeim sem taka lýsi).

Kveðja,
Erla Sveinsdóttir, læknir.