Er með sinadrátt í fótum?

Spurning:
Ég hef haft sinadrátt í fótum nú á seinni árum og hef tekið Kinin að læknisráði. Mér finnst ég samt þurfa að vita, hvort eitthvað annað er til við þessu en töflur. Ég er 70 ára og hef eitthvað sem heitir sykuróþol og tek töflur við því og er raunar undir eftirliti læknis vegna þessa.

Svar:
Hugsanlega gæti það hjálpað þér að stunda teygjuæfingar fyrir þá vöðvahópa sem þú færð sinadrátt í. Það er alltaf betra að teygja vöðva sem eru heitir og því æskilegt að teygja t.d. eftir göngutúr eða í heitum potti. Teygjunum skal halda í 1 – 1,5 mín. Ef þér er hætt við að fá sinadráttinn á nóttunni gæti verið gott að teygja á kvöldin fyrir svefn.

Með kveðju
Sjúkraþjálfunin Styrkur