er pillan fitandi?

Er pillan fitandi eda er tad mýta?
Hef lesid à netinu ad margar stelpur segjast fitna à pillunni.

Er hrædd vid þessa aukaverkun og er bùin ad fà pillu frà kvennsjukdomalækni, þori samt ekki ad taka hana.

 

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina.

Það að byrja á hormónum hefur alltaf mikil áhrif á líkamann og þyngdaraukning er þekkt sem ein af aukaverkunum getnaðarvarnarpillunnar. Bæði eru það hormónarnir sem slíkir sem valda þessu, í mismiklum mæli þó, og einnig er gott að átta sig á aðstæðum hverju sinni þegar reynt er að finna ástæðuna og spyrja sig nokkurra spurninga.

Margar stúlkur byrja snemma á getnaðarvarnapillunni og upplifa þá þyngdaraukningu. Er það pillan sem slík sem þyngir þær, eða sú staðreynd að stúlkan er að taka út mikinn kynþroska, bæði líkamlegan og andlegan, sem hefði annars komið, þó svo hún hefði ekki byrjað á pillunni.

Svo eru það breytingar á lífstíl samfara pillunotkun, eins og vill oft gerast í nýjum samböndum. Er það pillan sem þyngir okkur eða kannski öll kósí kvöldin með nýja kærastanum.

Hafðu þessar hugleiðingar bakvið eyrað og taktu meðvitaða ákvörðun um að halda góðum og heilbrigðum lífstíl ef þú ætlar að byrja á pillunni.

Gangi þér vel.

með kveðju,

Lára Kristín Jónsdóttir

Hjúkrunarfræðingur.