Spurning:
Mig vantar ráðleggingu. Fyrir 3 árum var ég sett á Efexor Depot 75 mg 1 tafla á dag. Nú 3 árum seinna er ég búin að bæta á mig 30 kg, ég er 1,60 cm, hef alltaf verið um 65 kg, áður en ég byrjaði á lyfinu og kynlífslöngum lítil sem engin. Frétti að það væri komin einhver ný lyf sem hafa ekki þessar aukaverkanir, er eitthvað til í því? Það væri frábært að fá svar, ég er orðin þreytt á ástandinu eins og það er.
Með vonum um hjálp.
Svar:
Þekktar aukaverkanir af þunglyndislyfjum eru ýmsar og misalgengar. Þar á meðal koma þyngdaraukning og minnkuð kynhvöt fyrir all oft. Aukaverkanir eru mjög einstaklingsbundnar rétt eins og verkun lyfjanna. Þannig þekkist t.d. bæði að fólk léttist og þyngist af Efexor Depot. Ný lyf með einstaklingsbundnum verkunum og aukaverkunum koma sífellt á markað og er oft erfitt að gera upp á milli þeirra. Ég get því miður ekki gefið þér annað ráð en ræða þetta við lækninn þinn. Við val á þunglyndislyfjum er nauðsynlegt að hafa sjúkrasögu og sjúkdómsgreiningu til hliðsjónar. Læknirinn er því best í stakk búinn til að velja lyf sem hentar hverjum sjúklingi.Finnbogi Rútur Hálfdanarson
Lyfjafræðingur