Er vont fyrir 6 vikna að fara í flug?

Spurning:
Ég var að spá. Ég á sták sem er 3 vikna og við þurfum að fara til R.V.K þegar hann verður 6vikna er vont fyrir hann að fara í flug? Með fyrir framm þökk

Svar:
Það á ekki að hafa nein slæm áhrif á barnið að fljúga sé það haft í góðum barnastól og þess gætt að því sé hvorki of heitt né of kalt. Stundum fá þau hellu í eyrun þegar tekið er á loft og þá getur verið gott að lofa þeim að sjúga brjóst þegar komið er í loftið, það léttir undirþrýstingnum af hlustinni.

Góða ferð, Dagný Zoega, ljósmóðir