Erfitt að ná djúpa andanum

Hvað er til ráða við því að það getur verið mjög erfitt að ná djúpa andanum og verður frekar stressandi og veldur köfnunartilfinningu, þetta hefur verið viðloðandi frekar lengi en er alltaf að ágerast ég hef aldrei gert mér grein fyrir hvað þetta gæti verið.
Ég var að lesa skilgreiningu á astma og þetta er ekkert ólíkt þeirri lísingu.

Með fyrirfram þakklæti fyrir gott svar.

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina

Hér getur þú lesið þér til um astma: https://doktor.is/sjukdomur/hvad-er-astmi

Ég mæli með að þú pantir þér tíma hjá þínum heimilislækni og ræðir við hann um þetta.

Gangi þér vel,

Sigrún Sigurjónsdóttir, hjúkrunarfræðingur