Eru steikt egg holl?

Ég er í kjörþyngd (20bmi), 20 ára kona, æfi daglega og borða aldrei nammi og drekk bara vatn. En er í lagi að fá sér þrjú egg í morgunmat steikt upp úr samtals 1 teskeið af smjöri eftir að ég er búin á æfingu eða er það óhollt þar sem þau eru steikt?

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina.

Ég myndi segja að þrjú spæld egg væru í fínu lagi almennt séð. Í einu hráu eggi eru um 70kcal en í spældu eggi eru þær um 90kcal.

Þessi 20 hitaeiningarmunur er ekki það mikill að það sé hægt að flokka hann sem „óhollan“.

með kveðju,

Lára Kristín Jónsdóttir, Hjúkrunarfræðingur.