etanól/sópranól.?

má drekka etanól/sópranól??

má drekka etanól?

Sæl / sæll

Það má alls ekki drekka etanól eitt og sér, það er mjög sterk efnasamband og td er sterkt spritt u.þ.b. 96% etanól í vatni.

Etanól, etýlalkóhól eða vínandi er eldfimt, litarlaust og eitrað lífrænt efnasamband, nánar tiltekið alkóhól, táknað með efnajöfnunni C2H5OH.

Etanól er einkum notað í áfenga drykki, sem eldsneyti á bíla og sprengihreyfla. Úr etanóli er einnig unnið edik, etýlamín og önnur efni.

Hér er mjög góð umfjöllun um etanól sem birtist á doktor.is árið 2017:

https://doktor.is/grein/etanol-alkohol-2

Gangi þér vel,

Svanbjörg Pálsdóttir

Hjúkrunarfræðingur