exem og asmi

Getur sterakrem notað við exemi leitt til asma?

 

Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina.

Það er ólíklegt að sterinn valdi astma þar sem hann er bólgueyðandi og er einmitt oft notaður við astmasjúkdómnum í öðru formi.

Hins vegar er fræðilega mögulegt að ofnæmi sé til staðar í einhverju innihaldsefni kremsins sem þá geti valdið öndunarfæraeinkennum þrátt fyrir að það sé sjaldgæft.

Þeir sem eru með exem og nota sterakrem eru gjarnan með einhvert ofnæmi svo að kremin eru venjulega án þekktra ofnæmisvalda.

Ráðfærðu þig við lækni ef þig grunar að það sé samhengi þarna á milli sem sé að valda einkennum.

Gangi þér vel.

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur