Eymsli í úlnliðum og fingrum

Spurning:
Góðan daginn!
Mig langar að fá smá upplýsingar, þannig er það að ég er svo aum í úlnliðum og fingrum, sérstaklega þumalfingrum. Ég hef verið svona nær allt þetta ár. Síðustu ca. 2 mánuði vakna ég upp nokkrum sinnum á nóttu því hendurnar á mér dofna. Ég dofna alltaf fyrst á þumalfingrunum. Nú upp á síðkastið byrja fingurnir á mér að dofna líka á kvöldin.
Með kærri kveðju

Svar:

Það sem manni dettur fyrst í hug er þrenging við úlnliðinn þar sem taugarnar fara fram í hendina; kallað ,,carpal tunnel syndrome". Þessi þrenging getur valdið bæði dofa og verkjum í fingrunum og hendinni. Einnig kemur til greina slitgigt í höndunum eða í hálsi og þrenging á taugar þar. Það sem skiptir mestu er að láta lækni skoða þetta því að svona einkenni er ekki hægt að greina nema með nákvæmri sögu og skoðun. Erfitt er að benda á neinar leiðir til úrbóta fyrr en búið er að greina hvað veldur einkennunum.KveðjaStarfsfólk GigtarlínuGigtarfélags Íslandswww.gigt.is