jafnvægistruflanir þegar lagst er á kodda
Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina,
Stöðusvimi er vegna smásteina eða kristalla sem losna inn í jafnvægislíffærinu í innra eyra. Þetta lýsir sér sem hringekjusvimi þar sem allt hringsnýst fyrir augunum á manni, nærri því strax eftir hreyfingu t.d. þegar maður veltir sér í rúmi eða snýr sér snöggt til hliðar. Oftast stendur sviminn yfir stutt og gengur yfir á u.þ.b. 15-30 sekúndum, en þá hafa kristallarnir farið aftur á sinn stað. Ef að sviminn lagast ekki af sjálfrum sér þá er meðferðin við þessu gerð hjá lækni með fyrirfram ákveðnu ferli til þess að kristallarnir fari aftur á réttan stað í jafnvægislíffærinu.
Gangi þér vel,
Bylgja Dís Birkisdóttir, hjúkrunarfræðingur.