eyrnaverkur

ég er kona 70 ára og er með eyrnaverk og hjartslátt í eyranu er til eitthvað heimilisráð fyrir mig þar sem ég fæ ekki tíma hjá lækni næstu vikurnar

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Þú átt alltaf að geta fengið símtal frá hjúkrunarfræðingi eða lækni á þinni heilsugæslu og hvet ég þig til þess að falast eftir slíku samtali svo betur sé mögulegt að glöggva sig á hvað sé á ferðinni.

Gangi þér vel

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur