Fæðuofnæmi- soyabaunir

Spurning:

Sæl.

Mig langar að vita hvort það er munur á soyapróteini og soyabaunum hvað varðar ofnæmi.

Ég hef heyrt að þar sé stór munur á. Það er þekkt að soyabaunir valdi ofnæmi en er til eitthvað sem segir að soyaprótein valdi því?

Það er talað um að hluti baunarinnar sé valdur að ofnæminu en er hann ekki tekin frá þegar prótein er búið til?
Gaman væri að heyra frá þér.

Kær kveðja.

Svar:

Sæll.

Soyabaunir eru jú þekktir ofnæmisvaldar og það er próteinið (soyapróteinið) í þeim sem er ofnæmisvakinn og veldur því ofnæmiseinkennunum.

Kveðja,
Ingibjörg Gunnarsdóttir, matvæla- og næringarfræðingur