Fekk gloðarauga an nokkurs utanaðkomandi,hver er astæða?

Hvers vegna?

Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina

Glóðarauga er mar. Mar verður þegar blóð lekur úr æðunum undir húðina. Oftast gerist það við einhvern áverka eða þrýsting sem veldur því að æðaveggir rofna.

Ef þú kannast ekki við að hafa fengið á þig högg skaltu ráðfæra þig við lækni með það fyrir augum að kanna hvað getur verið á ferðinni, hækkaður blóðþrýstingur eða annað sem veldur því að æðaveggir leka á þessu svæði.

Með kveðju

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur