Ég hef tekið femanest hormónatöflur 1 mg í fjölda mörg ár. Þessar tölur eru hafa ekki verið fánlegar er eru sennilega væntanlegar. Nú hef ég ekki tekið þær í tvær vikur. Á ég að hætta að taka þær. Ég er 73 ára. Kv.
Sæl og takk fyrir fyrirspurnina
Femanest er til í 2 mg töflum og þær má brjóta í tvennt með töfluskera sem hægt er að kaupa í apotekinu.
Hins vegar ef þú ert búin að vera lyfjalaus í 2 vikur og finnur engin einkenni sem tengjast töku lyfsins ættir þú að ræða við lækninn þinn varðandi það hvort þú þurfir lyfið áfram.
Gangi þér vel