Hæhæ, hérna 227 ferritín í blóði, er þetta ekki frekar hátt fyrir konur? Ég var að fá niðurstaða úr blóðprufu og allt hitt eru eðlilegt, nema að það stendur Óeðlilegt í Ferritín (227*) en mér var sagt að þetta sé allt í lagi?
Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina
Eðlilegt gildi ferritíns í blóði hjá konum er 12- 150 microgr/L frá 17 ára til 50 ára. Fyrir konur eldri en 50 ára á gildið að vera 30-400.
Það fer eftir hver aldur þinn er, ef þú ert yngri en 50 ára þá myndi ég ráðleggja þér að fá símatíma hjá lækni til að fá betri útskýringu á hvernig á þessu stendur.
Gangi þér vel,
Sigrún Eva Sigurjónsdóttir, hjúkrunarfræðingur.