Fight or flight

Hvernig kemst maður hratt út fight or flight ?
Ég er búinn að vera í því ástandi í nokkra daga í röð núna vegna margra fingra varta sem ég er að panikka yfir. Er með heilsukvíða og fæ þráhyggju.
Þráhyggju yfir því að gera heima meðferðina rétt og valda ekki öðrum smitum. Þessi þráhyggja hefur svo þróast út í svo mikið stress að ég get ekki borðað eða sofið. Er skíthræddur og fastur í fight or flight. Hjálp!

Sæll og takk fyrir fyrirspurnina

Þú hefðir mjög líklega gagn af samtalsmeðferð þar sem þér væru kenndar aðferðir við að ná tökum á þráhyggjunni og leiðir við að komast út úr vítahring streitunnar.

Það eru margir starfandi sálfræðingar, þú gætir flett upp á ja.is og fundið meðferðaraðila í þínum landshluta eða haft samband við heilsugæsluna en á þeirra vegum starfa sálfræðingar.

Gangi þér vel

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur