Fílapenslar á meðgöngu?

Spurning:
Ég var að velta því fyrir mér hvenær best sé að fara til læknis eftir jákvætt þungunarpróf? Og líka, mér finnst eins og fílapenslarnir í andlitinu á mér séu eitthvað að aukast, hvað get ég gert til að koma í veg fyrir það? Ég þvæ andlitið alveg reglulega. Er þetta húðvandamál eitthvað tengt meðgöngunni? Ég á eitt barn fyrir og ég varð rosalega slétt og fín í húðinni þegar ég gekk með hana.

Svar:
Hormónabreytingar koma mjög oft fram á húðinni og þarf að aðlaga sig þeim með því að skipta um krem og fara í húðhreinsun ef hún lagast ekki aftur. Mikilvægt er að nota hreinsimjólk og andlitsvatn á hverju kvöldi til að hreinsa húðina nægilega vel, það er ekki nóg að nota bara vatn. Hreinsimjólkin er nudduð létt á húðina og svo þvegin af, svo er strokið yfir andlitið með bómul bleyttum í andlitsvatni. Andlitsvatnið er mjög mikilvægt því það hreinsar leifar af hreinsimjólkinni og kemur húðinni í rétt sýrustig. Einnig er nauðsynlegt að nota hreinsivörur og krem sem passar þinni húðgerð því hreinsivörur fyrir feita húð eru öðruvísi en fyrir þurra húð. Ég ráðlegg þér að fara á snyrtistofu ef þú ert óörugg með húðgerðina og fá góðar leiðbeiningar, það borgar sig að gera það fyrr en seinna svo vandamálið verði ekki meira. Við tökum vel á móti þér á Snyrtistofunni Þú um þig ef þú átt leið fram hjá okkur.Gangi þér velKveðja, Sigrún.