Spurning:
Þannig er mál með vexti að mér finnst alltaf vera eitthvað að mér, ég er alltaf hjá læknum því ég finn alltaf einhvers staðar til t.d. heyri ég alltaf í blóðflæðinu í eyranu, meltingartruflanir, hjartslátt, höfuðverk, verkir í neðri hluta kviðar. Svona get ég talið áfram endalaust en samt hefur kannski ekki fundist neitt athugavert að mér. Núna sl. þrjú ár er ég alltaf komin með afsláttarkort fyrripart árs, þannig að ég veit að ég fer talsvert til læknis þrátt fyrir að það finnist ekkert að mér. Ég er búin að reyna að fara til geðlækna og sálfræðinga og segja þeir að ég þjáist af ofsakvíða en þrátt fyrir að ég hef reynt talsvert margar gerðir af lyfjum og gert hugsunartöflur + slökun hef ég ekkert lagast. Spurningin er að ég er hreinlega farin að efast um hvort ég þjáist af kvíða eða hvort ég hef bara áhyggjur af völdum alvöru verkja en ekki sem hugurinn er að búa til. Hjálp ég veit ekki upp né niður hvað er að gerast í þessum blessaða líkama mínum.
P.s. Takk fyrir frábæra síðu :O)
Svar:
Sæl.
Samkv. þínu bréfi sýnir þú líkamleg einkenni (verki o.fl.) sem ekki er hægt að skýra út frá líkamlegum orsökum. Margir sem finna finna fyrir slíku fara einmitt eins og þú til margra lækna sem veldur of ruglingi í meðferð (sérstaklega lyfjameðferð). Það sem þú þarft að gera er að fara til sálfræðings sem veitir hugræna atferlismeðferð. Slík meðferð getur tekið nokkurn tíma en rannsóknir sýna góðan árangur hugrænnar atferlismeðferðar við einkennum eins og þú lýsir.
Gangi þér vel.
Brynjar Emilsson
Sálfræðingur
Laugavegi 43
s:661-9068