Flensusprauta

Fyrirspurn:

Góðan daginn.mig langar að vita um aukaverkanir af inflúensusprautu og hvað er hún lengi að verða virk, vegna haustflensunnar en ekki svínaflensunnar,

kveðja

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Algengustu aukaverkanir af influensusprautunni eru roði og þroti á stungustað.

Einstaka getur fundið einkenni um að honum finnist hann vera að verða veikur daginn sem sprautan er gefin en það líður venjulega fljótt hjá.

Þeir sem eru með ofnæmi fyrir eggjum og eða innihaldsefnum sprautunar eiga á hættu á að fá ofnæmisviðbrögð og eiga þess vegna ekki að fá sprautu.

Venjulega er verið að bólusetja fólk í október og nóvember því flensuveiran hefur venjulega ekki komið til landsins fyrr en í desember og ónæmiskerfið er 1-3 vikur að mynda ónæmið að fullu.

Ég set tengil á síðu lyfjastofnunar, þar getur þú fundið fylgiseðla og lesið þér til.

Algengustu inflúensubóluefnin heita Fluarix og Vaxigrip

Með kveðju

Guðrún Gyða Hauksdóttir