Flugferðir á meðgöngu?

Spurning:
Hæ ég er komin 8 mánuði á leið og velti því fyrir mér hvort óhætt sé að ferðast með flugi??

Svar:
Það er talið óhætt að fljúga innanlands fram á síðasta dag en varðandi millilandaflug þá setja flugfélögin reglur um hversu langt kona má vera gengin til að hún megi fljúga. Yfirleitt er miðað við 34 – 36 vikur og jafnvel fyrr þarf kona að framvísa læknisvottorði um að meðgangan sé eðlileg og fæðing ekki yfirvofandi. Athugaðu þetta hjá flugfélaginu sem þú flýgur með. Flug í þrýstingsjöfnuðum flugvélum á ekki að hafa nein skaðleg áhrif á meðgönguna en ef um lengri flugferðir er að ræða er ráðlegt að taka smá blóðþynningu um það leiti sem maður fer í flug. 1/2 barnamagnyl (125 mg) daginn fyrir og sama dag og flogið er er talið nægja.

Kveðja,
Dagný Zoega, ljósmóðir