Flúor fyrir ársgamalt barn?

Spurning:

Mig langar að vita hvort ég eigi að gefa rúmlega ársgömlu barni mínu flúor.

Svar:

Sennilega er þitt eins árs gamla barn byrjað að taka tennur. Þær skaltu bursta a.m.k. einu sinni á dag með minnsta og mýksta tannbursta sem þú getur fengið. Við burstunina ættirðu að nota ögn af viðurkenndu flúortannkremi t.d. Colgate eða Crest. Ögn þýðir hér = á stærð við brennistein á eldspýtu. Þegar barnið hefur tekið allar tuttugu barnatennurnar skaltu fram að sex ára aldri þess nota magn tannkrems sem jafnast á við litla baun eða maískorn. Við kyngjum alltaf einhverju af tannkreminu og börn meiru en fullorðnir. Láttu þá flúorgjöf duga.

Kveðja,
Ólafur Höskuldsson, sérfræðingur í barnatannlækningum.