fluoxetin

Sæl, ég er að byrja að taka Fluoxetin , byrjaði 13. april á 20 mg og síðan var skammturinn hækkaður í 40 mg 13. mai. Mér finnst þetta ekkert vera að virka finn fyrir mikilli spennu og taugaveiklun ennþá . Er það eðlilegt. Mér líður ekkert betur . Er þetta svona fyrst og lagast þetta ? Eða passa þessi lyf ekki fyrir mig?

Sæl/ll og takk fyrir fyrirspunina

Það er ákaflega einstaklingsbundið hversu hratt menn finna mun á líðan við upphaf lyfjameðferðar á kvíða og þunglyndislyfjum. Það fer bæði eftir ýmsum ytri þáttum og eins þínum líkama og efnaskiptum. Ef þú ert ekki sátt/sáttur við hvernig þér gengur að ná bata skaltu endilega ræða það við lækninn sem er að aðstoða þig. Ef lyfið er ekki að virka eins og búast má við þarf mögulega  að  skoða hvort það þurfi mögulega að hækka skammtinn, bæta við lyfi eða bæta við annarrri meðferð eins og viðtalsmeðferð.

Gangi þér vel

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur