Fólínsýra og háþrýstingur?

Spurning:
Góðan dag.
Mig langaði að vita hvort mér sé óhætt að taka fólínsýru þegar ég hef verið með háþrýstingsvandamál? Missti fóstur í sumar og okkur langar að reyna aftur, mér var bent á að taka fólínsýru til að minnka líkurnar a fósturláti, er bara ekki viss hvort sé í lagi að taka hana ef maður er með sögu um of háan blóðþrýsting.  Með fyrirfram þökk.

Svar:
Fólínsýra hefur ekki neikvæð áhrif á blóðþrýstinginn. Hún hefur reyndar góð áhrif á hjartað og blóðmyndunina hjá þér fyrir utan að hún dregur úr líkum á miðtaugakerfisgöllum hjá fóstrinu.

Kveðja,
Dagný Zoega, ljósmóðir