Fyrirspurn:
Þannig er mál með vexti að ég er með ofnæmi fyrir formalíni. Ég vil endilega ná mér í inflúensusprautu en í vaxigrip bóluefninu er einmitt formalín Er til annar valkostur fyrir ofnæmisgemlinga eins og mig?
P.s. Ég vil fá bólusetningu því ég hef
5x fengið lungnabólgu á 7 árum
Svar:
Sæl/sæll og takk fyrir fyrirspurnina,
Bóluefnin sem verið er að nota við inflúensu eru Vaxigrip og Fluarix.
Vaxigrip inniheldur formalín. Í öllum tilfellum þar sem um ofnæmi fyrir innihaldsefnum er að ræða vísum við fólki á að tala við sinn heimilislækni ef það óskar eftir bólusetningu. Heimilislæknir getur metið áhættu á bólusetningu vs. ávinning af henni með viðkomandi einstakling.
Fluarix inniheldur ekki formalín heldur afleiðu af formalíni sem heitir formaldehýð og tengist það framleiðslu bóluefnisins. Í því liggur allt önnur og hverfandi áhætta samanborið við virku efnin og hjálparefnin í bóluefninu.
Annar kostur er bólusetning við lungnabólgu sem fæst líka hjá heimilislækni það bóluefni inniheldur ekki formalín.
Kær kveðja
Signý Dóra Harðardóttir
Hjúkrunarfræðingur BS.c