Fósturskaði vegna lyfjatöku?

Spurning:
Hæ.Þann 31. desember fékk ég vott af blöðrubólgu og var eftir látin taka Monotrim í 3 daga (ég bý í Danmörku). Málið er að ég og kærastinn minn erum búin að reyna að eignast börn, en akkúrat dagana í kringum gamlársdag hefði ég (skv. minni talningu) átt að getað haft egglos. Hvað nú ef egglosið hefði orðið þann 30. des og ég orðið ,,ófrísk" þann dag og þar á eftir tekið þetta lyf? Er möguleiki á að fóstrið hafi skaðast af því? Eða er það fyrst eftir að eggið hefur tekið sér bólfestu í leginu að það getur skaðast? Hvenær byrjar fóstrið ad fá næringu frá móðurinni?Hversu marga daga tekur það eggið að ferðast í gegnum eggjaleiðarana og niður í legið, samtímis því að taka sér bólfestu í leginu, eftir getnað?KveðjaEin áhyggjufull
Svar:
Hafi orðið egglos um það leyti sem þú varst að taka þetta lyf er engin hætta á að fóstrið hafi beðið skaða vegna þess þar sem það er ekki orðið til sem fóstur á þeim tíma. Það tekur eggið um 4 daga að komast niður í legið og taka sér bólfestu þar. Um leið og það hefur tekið sér bólfestu byrjar æðamyndun og þróun fylgjunnar og fósturvísirinn sem þá er orðinn til tekur til sín efni úr blóði móður.

Svo þú skalt ekki vera að hafa áhyggjur af því að fóstrið hafi hlotið skaða af því að þú tókst lyf við blöðrubólgu. Vona að þetta gangi vel.

Kveðja,

Dagný Zoega, ljósmóðir