Fótakuldi og doði

Sæl veriði dóttir mín er ein af þessum sem aldrei stoppar en nú er svo komið að hún er að gefast opp á fótbolta því það er sama hvað hún hitar mikið upp lappirnar ná ekki að halda á sér hita, tærnar oft orðnar hvítar gular eða bláar þegar hún gefst upp,og hún orðin mjóg áhyggjufull búið að tala við lækna um þetta en engin skíring eða lausn hún á reyndar tíma hjá unglækni á egilsstöðum á föstudaginn,þannig að ef þu hefur einverja góða humynd fyrir hann að kanna þá endilega láttu þær koma og við getum komið því áfram eða þú ráðfært þig við við Kjartan Braga á Egilstöðum, vona að honum finnist þú samt ekki vera að troða honum um tær, en ef heldur sem horfir verður dóttir mín ekki með tær eftir veturinn

Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina.

Það er rosalega erfitt fyrir mig að segja hvað þetta gæti verið þar sem að læknarnir vita það ekki sjálfir. Það er spurning hvort þú ættir að leita til sérfræðilæknis t.d. taugalæknis. Myndi ræða það við heimilislækninn hennar.

Gangi þér vel,

Með kveðju,

Bylgja Dís Birkisdóttir

Hjúkrunarfræðingur