Framhjáhald


Einn í taugahrúgu
Við erum búinn að vera saman í rúm 5 ár.
Giftum okkur í fyrra svo á pappírsbrúðkaupsafmæli okkar fórum við saman á hótel og ég skrepp frá þegar ég kem til baka er kona mín að skrifast á við mann sem er að tjá ást sína til hennar.
Hún segir að þau hafi skrifast á í viku og segist henda honum út. seinna kemur í ljós að hún hafi verið á einkamál.is en sé búin að eyða sér út þar.
Nokkrum dögum kíki ég á símann og eru þá 2 ný skilaboð frá þessum manni og hún sé þá ekki búin að eyða honum út.
Hún segist vilja bara mig þetta sé bara spenna. Núna slekkur hún á símanum þegar er farið í sturtu og passar símann mjög vel.
Hvað er til ráða vil svo geta treyst henni af því ég elska hana svo en líður eins og taugasjúklingur og langar bara að hafa þetta eins og þetta var. Var búinn að spyrja um samband okkar og hún sagði að það hafi verið gott.

Sæll og takk fyrir fyrirspurnina

Það sem þú lýsir er trúnaðarbrestur í ykkar sambandi og mikilvægt að þið ræðið þennan trúnaðarbrest til þess að geta átt í heilbrigðu sambandi. Ég ráðlegg ykkur að tala við fagaðila, prest eða hjónabandsráðgjafa og fá aðstoð við að byggja upp traust hvort til annars. Ekki bíða og vona að þetta lagist af sjálfu sér, það gerist sjaldnast.

Presturinn sem gaf ykkur saman er eflaust til reiðu en annars eru hjónabandsráðgjafar starfandi víða og hægt að finna þá á ja.is til dæmis þessi HÉR 

Gangi ykkur vel

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur