Froða í þvagi:

Froða er myndast í þvagskál við þvaglát.?

Sæl/l og takk fyrir spurninguna

Þvag eins og annar vökvi freyðir þegar hann rennur af miklum krafti sérstaklega þegar honum er þrýst um þröng göng eins og þvagrásina. Þetta sér maður t.d. við fossa. Öflug þvagbuna getur þannig freytt í vatnsskálinni en ef bunan er slök freyðir ekki.

Með kveðju

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur