Ég er 51 árs karlmaður. Ég er í fullri vinnu og heilsuhraustur en hef haft eyrnasuð í mörg ár. Ég hef lifað með því og ekki reynt að gera neitt til að finna bót á því. Mér var sagt þegar suðið byrjaði hjá mér þá væri ekkert hægt að gera við því. Núna hefur suðið aukist og einnig kemur oft snögg svimatilfinning, t.d. ef ég hreyfi höfuðið snöggt eða stend upp. Einnig kemur annað slagið eins og suðið magnist upp í nokkrar sekúndur. Kannski erfitt að lýsa þeirri tilfinngu sem kemur þá en einna líkast því að vægur rafstraumur sé aftan í höfðinu eyrna á milli. Er búinn að hugsa það undanfarið að panta tíma hjá lækni vegna þessa en ekki mín sterka hlið að drífa í svoleiðis hlutum.
Með fyrirfram þökk.
Vissulega er það rétt hjá þér að í flestum tilfellum um eyrasuð er lítið hægt að gera. Mikilvægt er þó að greina uppruna suðsins svo hægt sé að skoða það hvort einhver meðferð sé í boði. Því ráðlegg ég þér eindregið að láta skoða þig hjá háls-nef- og eyrnalækni, sérstaklega í ljósi þess að þú sért að fá svima og að suðið sé að versna.
Hér getur þú svo lesið grein um eyrnasuð: https://doktor.is/grein/eyrnasud-2
Gangi þér vel
Oddný Þorsteinsdóttir, hjúkrunarfræðingur