Fyrirspurn um þungunarpróf

Spurning:

Sæll.

Mig langar að spyrja um þungunarpróf. Virka þær jafnvel óháð því hversu langt maður er gengin með eða minnkar hcg magnið í þvagi því lengra sem líður á meðgönguna. Vona að þú getir svarað mér.

Með fyrirfram þökkum.

Svar:

Sæl.

Fyrst varðandi HCG (human chorionic gonadotrophin) það er framleitt af frumum fósturvísisins og er hlutverk þess í raun að halda uppi prógesterónframleiðslu á meðgöngu. Það er greinanlegt í blóði og þvagi aðeins nokkrum dögum eftir getnað, svo margfaldast styrkur þess í blóði á næstu 9-10 vikum. Eftir það fellur styrkurinn nokkuð og á 20 viku hefur hann jafnað sig og helst nokkurn veginn jafn út meðgönguna. Styrkurinn er þó hærri út meðgönguna en hann var á fyrstu 5 vikum meðgöngu. HCG þarf því til að viðhalda þunguninni og er greinanlegt í þvagi út meðgönguna.

HCG er hægt að mæla á meðgöngu til að fylgast með hvort að allt sé í lagi.

Kveðja,
F.h. Félags um forvarnir læknanema, forvarnir.com
Jón Þorkell Einarsson, læknanemi