að vera með gangráð, hvað þarf að varast.
Góðan daginn og takk fyrirspurnina
Gangráður ætti ekki að hafa áhrif á daglegar athafnir. Til dæmis er hægt að nota öll heimilistæki sem eru rafknúin. Forðast þarf alla segla og er ekki hægt að gera segulómun (MRI) hjá einstaklingum með gangráð nema hann sé MRI öruggur. Fylgjast þarf reglulega með virkni gangráðsins. Þegar farið er á flugvöll eða á aðra staðo sem krefjast öryggisleitar er skynsamlegt að láta vita af gangráðnum eða sýna ákveðið gangráðsskírteini. Málmleitartæki skemma ekki gangráðinn heldur gætu greint málm í honum, þess vegna þarf að láta vita fyrir fram.
Annars geta einstaklingar með gangráð haldið áfram að sinna sínum áhugamálum og er mælt með daglegri hreyfingu til að fá blóðflæðið af stað. Ekki er mælst með því að reyna of mikið á sig og er gott að stoppa þegar fundið er fyrir þreytu.
Gangi þér/ykkur vel
Rebekka Ásmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur