Góðan daginn.
Mig minnir að eyrnalæknirinn minn hafa fyrir löngu sagt mér að ég mætti ekki nota Otrivin í nasirnar vegna þess, en er ekki viss samt. Svo rosalega langt síðan.
Getur einhver staðfest það hér eða öfugt.
Kærar þakkir
Sæl og takk fyrir fyrirspurnina.
Otrivin er nefspray sem nota má við nefstíflum. Ef þú ert í vafa um hvort þér sé óhætt að nota það þá þyrftir þú að ráðfæra þig við heilsugæslulækni eða háls-nef- og eyrnasérfræðing.
Gangi þér vel
Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur