Gæti þetta verið ristilkrampi?

Spurning:
Ég hef miklar áhyggjur af því að ristillinn hjá mér sé eitthvað í ólagi. Ég finn oft fyrir óþægindum, þrýstingi, vinstra megin á svipuðum stað og eggjastokkarnir eru. Ég hélt í fyrstu að þetta væri eitthvað í sambandi við þá en svo virðist ekki vera. Ég var að spá í hvort þetta væri eitthvað í sambandi við fæðuóþol eða eitthvað þannig. Ég fæ frekar oft niðurgang og stundum kemur það rétt eftir að ég hef borðað máltíð en það kemur ekkert blóð með. Gæti þetta verið ristilkrampi? Hvað gæti þetta annað verið? Þyrfti ég að fara til sérfræðings til að fá 100% svör og hvernig sérfræðings þá?
Takk fyrirfram,

Svar:
Sælar.

Einkennin sem þú lýsir benda helst til að þú hafir ristilkrampavandamál, irritable bowel syndrome. Meltingarsérfræðingar (t.d. í Læknasetrinu Mjódd) geta skoðað þig og metið frekar m.t.t rannsókna og meðferðar.

Bestu kveðjur

Sigurbjörn Birgisson, læknir
Sérfræðingur í meltingarsjúkdómum