Spurning:
Ég hef farið í ófrjósemisaðgerð og er því ekki á nokkrum getnaðarvörnum (eðlilega). En ég hef reglulegar blæðingar og stundum miklar. Nú stendur þannig á hjá mér að ég er að byrja á túr, en þyrfti að fresta því í nokkra daga. Er til eitthvað lyf (getnaðarvarnarpillan) sem frestar þessu hjá mér?
Svar:
Ágæti fyrirspyrjandi.
Það er hægt að breyta blæðingarmynstri bæði með hormónum og pillunni. Þú þarft hins vegar að ræða við lækni til að fá recept og ráðlegginu hvernig þú ættir að taka þessi lyf því eins og með öll lyf er það háð heilsu og því hvort þú ert á einhverjum öðrum lyfjum.
Ræddu við þinn lækni sem leysir þetta fyrir þig.
Bestu kveðjur og góða ferð,
Arnar Hauksson dr med