Spurning:
Ég er með eina fyrirspurn. Málið er að ég er búinn að reyna að grenna mig núna í ca. 2 mánuði, fer út að skokka á hverju kvöldi, borða holla fæðu (special K, ávexti og grænmeti, drekk mikið vatn o.s.frv). Ég er búinn að skera fitu-, sælgætis- og gosdrykkjaneyslu nánast niður í núll, er í vinnu sem tekur mjög mikið á líkamlega og geri allt alveg eftir bókinni þ.e. ég er staðráðinn í að grennast, en ekkert gengur ég bara léttist ekki neitt. Hvað er til ráða? Mér hefur verið bent á að ég gæti mögulega verið með of hæg efnaskipti, er eitthvað til í því og er eitthvað hægt að gera í því? Kveðja.
Svar:
Ég held að þú þurfir að vera aðeins þolinmóð/ur. Það tekur sinn tíma að léttast. Það er mjög líklegt að fituhlutfall í líkamanum hefur minnkað á
þessum tíma, þó svo að vigtin standi í stað. Það er oft sniðugra þegar fólkfer í megrun að einblína ekki á vigtina heldur nota fötin sín, málbönd eða fitumælingu til að meta árangurinn. Ástæðan er sú að vöðvar eru þyngri en fita og um leið og þú byrjar í líkamsrækt þá þyngjast vöðvarnir og stækka. Efnaskiptahraði manna er mis mikill og það má vel vera að þinn sé í hægara lagi og er ekki einfalt mál að eiga við það. En haltu áfram að hreyfa þig og borða hollan mat og gleymdu vigtinni í bili – reyndu frekar að meta árangurinn á annan hátt.
Prófaðu svo að stíga á vigtina eftir einhverjar vikur. Það er síðan mikilvægt fyrir þig að halda þessum breytta lífstílþínum því annars er mikil hætta á að allt fari í sama farið aftur eftir að viðunandi árangri hefur verið náð.
Kveðja,
Ingibjörg Gunnarsdóttir,
matvæla- og næringafræðingur