Geta karlmenn fengið blöðrubólgu?

Spurning:

Geta karlmenn fengið blöðrubólgu?

Svar:

Já karlmenn geta fengið blöðrubólgu. Blöðrubólga er þó mun sjaldgæfari hjá körlum en konum vegna mismunandi uppbyggingu líffæranna.
Hjá körlum eru oftar undirliggjandi orsakir fyrir blöðrubólgu svo sem stækkun á blöðruhálskirtli. Því ber að leita læknis ef grunur er um blöðrubólgu hjá karlmanni.

Einkenni eru tíð og bráð þvaglát, sviði við þvaglát, sterklyktandi þvag, sviði eða óþægindatilfinning neðarlega í kvið, e.t.v. blóðlitað þvag og stundum sótthiti. Athuga ber að þessi einkenni þurfa ekki öll að vera til staðar.

Kveðja,
Erla Sveinsdóttir, læknir.