Getur Amilín valdið örari hjartslætti?

Spurning:

Er möguleiki á að Amilín framkalli örari hjartslátt?

Svar:

Amilín (amitriptylín) er svokallað þríhringlaga geðdeyfðarlyf sem verkar með því að hindra enduruppsog noradrenalíns og serótóníns í taugaendum. Hjartsláttartruflanir er vel þekkt aukaverkun sem getur hlotist af notkun Amilíns. Ef lyfið veldur miklum óþægindum er sjálfsagt að tala við lækni eða lyfjafræðing og kanna hvort annað lyf geti hentað betur.

Kveðja,
Jón Pétur Einarsson, lyfjafræðingur