Spurning:
Getur KÍNÍN sem tekið er til varnar sinadrætti valdið bjúg á fótum eða annarsstaðar í líkamanum?
Svar:
Þær aukaverkanir sem eru skráðar fyrir kínín hér eru eftirfarandi: Sundrun rauðra blóðkorna, blóðflögufæð, hvítkornafæð. Meltingaróþægdi, útbrot, höfuðverkur, heyrnar- og sjóntruflanir, órói, rugl, örvuð eða minnkuð öndun. Nýrnaskemmdir. Ekki er talað um bjúgmyndun sem aukaverkun en aftur á móti er talað um að nýrnaskemmdir geti verið aukaverkun af kíníni. Ef nýrun fara að bila þá kemst ójafnvægi á vökvabúskapinn og þá er hætta á bjúgmyndun.
Kveðja
Jón Pétur Einarsson, lyfjafræðingur