Getur sveppasýking leitt út í endaþarm?

Spurning:
Mig langaði til að vita hvort sveppasýking í leggöngum getur leitt út í endaþarm eða hvort sveppasýking getur myndast þar. Ég er með öll einkenni sveppasýkingar, hef fengið hana áður og þetta er nákvæmlega eins núna og ég er að nota krem. En í þetta skipti er mjög sársaukafullt að hafa hægðir líka. Svo er ég á blæðingum líka. Getur það haft áhrif á meðferð og jafnvel seinkað henni???

Svar:
Sveppasýking getur komið upp á þessum líkamssvæðum, en þín lýsing getur átt við fjölmarga aðra sjúkdóma. Því er ómögulegt að svara þessu án þess að skoða viðkomandi. Fyrir utan almenn ráð um hreinlæti, þrif og húðvörn, tel ég rétt að þú leitir ráða læknis og farir í skoðun.

Bestu kveðjur,
Arnar Hauksson dr med