Hæ.
Ég er umgengst talsvert eina frænku mína. Hún er góð manneskja. En gallinn við hana er sá að hún samkjaftar ekki! Það er mjög þreytandi. Umræðuefnið er ekki um neitt! Hún bara hugsar upphátt. Veður úr einu í annað! None stop. Orðafoss!
Ég veit ekki hvort hún hefur alltaf verið svona. Því sem börn hittumst við sjaldan og kynntumst þá lítið. Við bjuggum í sitthvorum landshlutanum. Í dag sjáumst við oft. Af hverju stafar þetta? Skildi hún tala svona mikið við alla eða bara suma? Sjálfur tala ég frekar lítð.
Sæll og takk fyrir fyrirspurnina.
Þörfin til þess að tala og tjá sig um allt og ekkert er afar mismunandi eftir einstaklingum og að sama skapi losnar um málbeinið hjá sumum við ákveðnar aðstæður eins og streitu og við neyslu áfengis á meðan aðrir þagna.
Ef þetta truflar samskipti ykkar skaltu ræða það við hana af nærgætni og vera vel meðvitaður um að mögulega gerir hún sér enga grein fyrir þessu og gæti sárnað við þig.
Gangi þér vel
Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur