Getið þið frætt mig um hvaða sjúkdómur graves er?
Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina.
Graves sjúkdómur er ættlægur sjálfsofnæmissjúkdómur sem kenndur er við írskan lækni sem hét Robert James Graves. Af einhverri ástæðu virðist líkaminn telja að skjaldkirtillinn sé utanaðkomandi hlutur sem beri að ráðast gegn. Líkaminn myndar þannig mótefni gegn TSH viðtakanum (TR-Ab) sem örva yfirleitt bæði vöxt og hormónaframleiðslu kirtilsins. Vísindamenn telja að sjúkdómurinn geti stafað af samblandi umhverfis- og erfðaþátta. Einkenni sjúkdómsins eru margþætt eins og t.d. kvíði og pirringur, skjálfti í höndum og fingrum, breytingar á hitakerfi líkamans, þyngdartap þrátt fyrir venjulega matarlyst, stækkun á skjaldkirtli, breytingar á tíðarhring, ristruflanir og minnkuð kynhvöt, niðurgangur, svefnvandamál, þreyta, útstæð augu, hjartsláttartruflanir og húðbreytingar á sköfllungum og rist.
Meðferð Graves-sjúkdómsins getur verið geislavirk meðferð eða jafnvel skurðaðgerð til að minnka stærð skjaldkirtilsins. Hugmyndin er að reyna að draga úr offramleiðslu skjaldkirtilshormóna. Einnig má gefa lyf til að draga úr áhrifum hormóna og er þar t.d. hægt að nota betablokkara. Stungulyf gegn skjaldkirtli eins og metimazóli er stundum líka reynt sem meðferð. Læt fylgja með ítarefni til að lesa.
Gangi þér/ykkur vel.
https://www.mayoclinic.org/diseases-conditions/graves-disease/symptoms-causes/syc-20356240
með kveðju,
Thelma Kristjánsdóttir, hjúkrunarfræðingur.